Friday, January 17, 2014

Órói

Ég hef alltaf verið heilluð af óróum. Það er sérlega heppilegt að nota origami við gerð óróa þar sem fígúrurna og formin eru svo létt svo ég ákvað að spreyta mig á því að hanna einn slíkan. Hér er afraksturinn.







































Þríhyrningarnir eru skornir út úr pappa. Ég notaði pappann sem er aftast á A4 gormastílabókum sem er kanski ívið of þunnur. Pappinn er svo klæddur með munstruðum pappír sem fæst í Tiger.
Allar fígúrurnar eru brotnar saman úr 15x15 cm origami-pappír.
Óróinn er settur saman með rauðu perlugarni. Ég notaði fína nál til að gata pappan fyrir garnið og fór svo aftur ofan í gatið með mjög grófri nál svo hægt væri að þræða garnið mörgum sinnum í gegn.
Til að festa dýrin þræddi ég þau upp á þráðinn og batt svo marga hnúta á hann.

Hér má finna leiðbeiningar að því hvernig dýrin eru gerð:
KANÍNA
KENGÚRA
FUGL

Það er margt ólíkt og að mér fannst öllu erfiðara að brjóta saman dýr heldur en að gera modular verk. Það er auðveldara að nota stærri pappír því brotin verða mjög fín og erfið að gera undir lokin, einnig þarf að hafa í huga að nota fínann pappír því brotin eru mörg og verkið verður mjög þykkt þar sem flest lögin eru.
Að brjóta saman dýrin er skemmtileg áskorun og ótrúlega gaman að sjá þau myndast hægt og bítandi úr flötu blaði. Það er merkilegt hvað er hægt að gera mikið úr einu blaði eins og til dæmis, ef vel er að gáð, má sjá að kengúran er með kengúruunga í poka á maganum. Ég mæli með því að spreyta sig á þessum dýrum eða einhverjum af hinum ótalmörgu dýrum sem kennt er að brjóta saman á YouTube.
Góða skemmtun!


No comments:

Post a Comment