Saturday, January 18, 2014

Afmælishattar

Fyrir afmæli dóttur minnar fyrir nokkrum árum fór ég á stúfana að leita að afmælishöttum sem ekki voru skreyttir einhverri teiknimyndafígúru. Þar sem ég fann enga hatta sem mér líkaði ákvað ég að gera mína eigin.

birthday hats

afmælishattar


Sniðið af höttunum tók ég upp af gömlum afmælishatti og svo skreytti ég hvern hatt fyrir sig eftir fíling með tússliti og reglustiku að vopni. Áður en ég límdi þá saman límdi ég strimla af krep-pappír efst í hattana að innanverðu. Að lokum festi ég svo teygjubönd í litla útskorna flipa neðalega á höttunum. Það tók talsverðan tíma að gera hattana en ég var og er ennþá sérlega ánægð með útkomuna.
Í afmælisveislunni fengu krakkarnir að velja sér hatta og þeir sem vildu tóku sinn hatt með sér heim. Þeir hattar sem eftir urðu eru enn til og dætur mínar draga þá reglulega fram og fara í afmælisleik. 
Þetta er sérlega einfalt föndur sem gerir afmælisveisluna aðeins öðruvísi og eftirminnilegri það eina sem þarf er að gefa sér tíma.

No comments:

Post a Comment