Wednesday, January 8, 2014

Jólaafgangar

Nú þegar jólin eru loksins búin er ekki seinna vænna en að skella inn myndum af smá jólaskrauti.

jólaskrautjólastjarna
jólastjarna

Þessar stjörnur eru unnar samkvæmt reglum "modular origami" og koma svakalega vel út
sem jólaskraut og eru skemmtilegar tækifærisgjafir. Hver stjarna er gerð úr sex ferhyrndum blöðum og myndar hvert blað tvo odda á stjörnunni svo það má leika sér mikið með lita og munstur samsetningar. Leiðbeiningar um hvernig stjarnan er gerð má finna hér.
Stóru stjörnurnar eru gerðar úr 15x15 cm stórum blöðum en þær minni eru gerðar með 7,5x7,5 cm stórum blöðum. Fyrir borðann gerði ég gat á einn angann með stórri nál og þræddi í gegn.

Jólakúlan á fyrstu myndinni kallast Sonobe Octahedron og er gerð úr tólf ferhyrndum blöðum. Kúlan er hol að innan og þess vegna viðkvæm fyrir hnjaski og á það til að detta í sundur. Hér má finna leiðbeiningar að því hvernig hún er gerð.


origami flower
Kusudama blóm



















Til að segja endanlega skilið við jólin þá set ég hér inn mynd af pakkaskrauti sem ég gerði fyrir þessi jól. Til að mynda þennan blómvönd þarf fimm stök kusudama blóm sem hvert um sig hefur fimm lauf. Hvert lauf er límt saman og svo aftur límt við hin laufin. Brotið er einfalt en samsetningin tekur smá tíma. Ég notaði double tape til að líma bómin saman og til að festa þau á gjöfina. Double tape-ið er ekki mjög sterkt svo auðvelt var að ná blómunum af án þess að eyðileggja þau þegar gjöfin var rifin upp. Hér eru leiðbeiningar til að gera þessi blóm.
Þá er ég búin að gera upp jólin. Hviss, bang, búmm!



No comments:

Post a Comment