snjókorn (munstraður pappír á réttunni en hvítur á röngunni) |
Snjókorn (hvítur pappír báðumeginn) |
Sara Adams nokkur heldur úti heimasíðunni happyfolding.com þar sem hún setur upp sérlega vel gerð kennslumyndskeið fyrir allavega origami-verk. Þar má einmitt finna leiðbeiningar fyrir snjókornið sem hannað var af Dennis Walker og stjörnuna hér fyrir neðan sem hönnuð var af Maria Sinayskaya.
Stjarna sett saman úr átta tvílitum blöðum (rauð öðru megin og gulllituð hinu megin) |
Stjarna sett saman úr átta blöðum (tvö af hverjum lit og öll hvít að aftan) |
Þó bæði stjarnan og snjókornið líti út fyrir að vera flókin og erfið að gera þá er raunin önnur. Stjarnan sem er sett saman úr átta eins saman brotnum blöðum er sérlega einföld og skemmtileg að gera þar sem auðvelt er að breyta henni með því að nota ólíkan pappír í hvert sinn. Stjarnan fellur undir flokk "modular origami" sem felur í sér að setja verkið saman úr mörgum eins saman brotnum hlutum án þess að notast við lím eða band. Ég hef heillast af þessari tækni og þá sérstaklega þegar hún er komin út í þrívídd. En meira um það seinna. Over and out.
No comments:
Post a Comment