Thursday, January 2, 2014

Origami

Ég hef alltaf verið mikið fyrir að gera eitthvað í höndum og ég tek gjarnan tarnir við ýmiskonar handavinnu þegar dregur að afmælum dætra minna eða að jólum. Að skreyta jólapakka þykir mér sérstaklega skemmtilegt enda gefur það tilefni til að skapa eitthvað fallegt sem gleður augað þó ekki sé nema rétt í fáeina daga. Á hverju ári reyni ég að breyta til frá fyrri árum svo þetta árið ákvað ég skreyta með origami stjörnum og snjókornum. Ég á því miður ekki myndir af jólapökkunum eins og er en ætla að reyna að hafa upp á einhverjum. Hér á eftir koma þó myndir af snjórkorni  og áttahornastjörnum sem ég skreytti með heima.

snjókorn (munstraður pappír á
réttunni en hvítur á röngunni)
Snjókorn (hvítur pappír báðumeginn) 

Sara Adams nokkur heldur úti heimasíðunni happyfolding.com þar sem hún setur upp sérlega vel gerð kennslumyndskeið fyrir allavega origami-verk. Þar má einmitt finna leiðbeiningar fyrir snjókornið sem hannað var af Dennis Walker og stjörnuna hér fyrir neðan sem hönnuð var af Maria Sinayskaya. 

Stjarna sett saman úr átta
tvílitum blöðum (rauð öðru
megin og gulllituð hinu megin)
Stjarna sett saman úr átta blöðum
(tvö af hverjum lit og öll hvít að aftan)















Þó bæði stjarnan og snjókornið líti út fyrir að vera flókin og erfið að gera þá er raunin önnur. Stjarnan sem er sett saman úr átta eins saman brotnum blöðum er sérlega einföld og skemmtileg að gera þar sem auðvelt er að breyta henni með því að nota ólíkan pappír í hvert sinn. Stjarnan fellur undir flokk "modular origami" sem felur í sér að setja verkið saman úr mörgum eins saman brotnum hlutum án þess að notast við lím eða band. Ég hef heillast af þessari tækni og þá sérstaklega þegar hún er komin út í þrívídd. En meira um það seinna. Over and out.

No comments:

Post a Comment